Staðarreglur

Almennar reglur

Hreinir skór: Vinsamlegast klæðist hreinum skóm til að vernda teppi og mottu.

Hreinir og óskemmdir golfboltar: Vinsamlegast notaðu aðeins hreina og óskemmda golfbolta til að vernda tjaldið. Tússaðir boltar geta skilið eftir för á tjaldinu og skemmdir boltar geta skemmt tjaldið.

Tí: Gakktu frá tíum og öðrum búnaði á sinn stað eftir hverja æfingu

Skildu við rýmið eins og þú vilt koma að því: Haltu rýminu hreinu og snyrtilegu.

Virðum bókunartímann: Vinsamlega komið og farið á réttum tíma samkvæmt bókun til að tryggja að aðrir komist að á réttum tíma.

Slökkvið á golfherminum að leik loknum ef næsti notandi er ekki mættur, með því að ýta á rauða takkann.

Ekki leyfa óviðkomandi aðgang að rýminu.

Tóbaksreykingar eru bannaðar í rýminu. Það á líka við um rafrettur.

Öryggi og öryggismál

Öryggismyndavélar: Aðstaðan er vöktuð allan sólarhringinn af öryggismyndavélum.

Verum ábyrg: Verum meðvituð þegar við sveiflum kylfum, til að forðast meiðsl eða slys.

Frekari upplýsingar

Enginn starfsmaður er á staðnum. Golfsvítan sér um tæknilega aðstoð í síma 6632449. Vegna fyrirspurna eða athugasemda, hafið samband í netfangið gogolfhermir@gmail.com

Æskilegur hámarksfjöldi í herminum á hverjum tíma er 4.

Ábyrgð

Persónulegar eigur: Þú berð ábyrgð á þínum persónulegu munum.

Notkun á eigin ábyrgð: Notkun á aðstöðu og búnaði er á eigin ábyrgð. Notandi ber ábyrgð á hvers kyns tjóni af völdum misnotkunar eða gáleysis.

Golfklúbbur Öndverðaness
Friðhelgis yfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast..